Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 31. október 2002 kl. 16:27

Ölvuðum ökumönnum keyrt til Reykjavíkur

Heilsugæslulæknar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa tekið blóðsýni þegar lögreglan hefur tekið menn grunaða um ölvun við akstur. Konráð Lúðvíksson yfirlæknir á HSS segir að læknar þar muni ekki ganga í störf heilsugæslulækna. Karl Hermannsson hjá Lögreglunni í Keflavík sagði í samtali við Víkurfréttir að lögreglan þyrfti frá og með morgundeginum að keyra til Reykjavíkur með ökumenn sem grunaðir eru um ölvun við akstur þar sem blóðsýni verða tekin: „Álagið á lögregluna í Keflavík eykst að sjálfsögðu ef að margir ökumenn eru teknir grunaðir um ölvun við akstur því við þurfum að keyra þá til Reykjavíkur í sýnatöku,“ sagði Karl í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024