Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvuð ók niður skilti
Laugardagur 14. júní 2014 kl. 13:18

Ölvuð ók niður skilti

Lögreglan á Suðurnesjum króaði í vikunni af ökumann, vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaðurinn, rúmlega tvítug kona, hafði ekið á miklum hraða inn í hringtorg og keyrt á skilti sem stendur við torgið. Hún lét það ekki stöðva för sína heldur ók yfir kant á mótliggjandi aðrein, þaðan út fyrir veg og upp á aðra aðrein og var þar með farin að aka á móti umferð. Hún var handtekin og færð á lögreglustöð þar sem ölvunarakstur var staðfestur.

Þá stöðvaði lögregla för ökumanns, sem reyndist hafa neytt kannabisefna.

Loks fór lögregla í húsleit í íbúðarhúsnæði, þar sem fannst lítilræði af meintum fíkniefnum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024