Mánudagur 18. október 2010 kl. 08:35
Ölvaður velti bíl
Ökumaður bifreiðar stakk af frá vettvangi eftir að hann fór út af Reykjanesbraut við Njarðvík í gærkvöld. Lögregla hafði uppi á ökumanninum en vitni að atvikinu gátu vísað á hann. Maðurinn reyndist undir áhrifum áfengis. Hann slapp nær ómeiddur en bifreiðin er mikið skemmd.