Ölvaður um borð í bát
Upp úr miðnættinu var óskað aðstoðar lögreglu, vegna ölvaðs manns sem hafði dottið á höfuðið og fengið skurð á hnakkann. Hann hafði verið að fara um borð í bát, sem lá í Grindavíkurhöfn. Maðurinn var fluttur undir læknis hendur, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem saumaði fjögur spor í hnakka hans. Að því loknu fékk maðurinn, sem var mjög ölvaður, að gista í klefa hjá lögreglunni.
VF-Mynd: Grindavíkurhöfn. Tengist málinu á engan annan hátt.