Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður strípalingur undir stýri
Þriðjudagur 15. maí 2012 kl. 14:10

Ölvaður strípalingur undir stýri




Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ökumanni sem grunaður var um ölvunarakstur. Maðurinn, sem er á fertugsaldri reyndist vera mjög ölvaður og að auki harla klæðlítill undir stýri. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar var hann látinn sofa úr sér. Síðan var tekin af honum skýrsla og honum sleppt að því loknu. Þá kom akandi á lögreglustöð annar karlmaður, sem taldi sig eiga þangað erindi. Af honum lagði megna áfengislykt og var hann handtekinn, grunaður um ölvun við akstur. Loks var rúmlega tvítug kona handtekin, grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024