Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður stal kettlingi
Mánudagur 12. mars 2018 kl. 08:33

Ölvaður stal kettlingi

Lögreglan á Suðurnesjum var í vikunni kvödd að húsnæði í Keflavík þar sem ölvaður karlmaður hafð stolið kettlingi. Hafði maðurinn komin inn í herbergi til kattaeigandans til að fá að sjá kettlinga sem þar voru. Sá fyrrnefndi fékk að halda á einum kettlingnum en gerði sér þá lítið fyrir og fór með hann inn í annað herbergi og neitaði að afhenda hann aftur.

Kattaeigandinn hafði samband við lögreglu sem mætti á staðinn og skarst í leikinn. Sá ölvaði brást reiður við afskiptunum en afhenti lögreglumönnum þó litlu kisuna. Hann hélt áfram að sýna ógnandi hegðun og fór ekki að fyrirmælum lögreglu sem á endanum handtók hann og færði á lögreglustöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024