Ölvaður sjómaður í Sandgerði datt í sjóinn
 Töluverður erill var hjá Lögreglunni í Keflavík um helgina. Klukkan hálf fjögur aðfararnótt laugardagsins var lögreglan kölluð að Sandgerðishöfn þar sem tilkynnt var um að sjómaður hefði dottið í sjóinn milli báts og bryggju. Skipverjar í nálægum bát heyrðu hróp mannsins og tókst að bjarga honum á þurrt. Sjómaðurinn var talsvert ölvaður, en hann var að fara um borð í bátinn þegar hann datt í sjóinn. Manninum varð ekki meint af volkinu.
Töluverður erill var hjá Lögreglunni í Keflavík um helgina. Klukkan hálf fjögur aðfararnótt laugardagsins var lögreglan kölluð að Sandgerðishöfn þar sem tilkynnt var um að sjómaður hefði dottið í sjóinn milli báts og bryggju. Skipverjar í nálægum bát heyrðu hróp mannsins og tókst að bjarga honum á þurrt. Sjómaðurinn var talsvert ölvaður, en hann var að fara um borð í bátinn þegar hann datt í sjóinn. Manninum varð ekki meint af volkinu.VF-ljósmynd: Frá smábátahöfninni í Sandgerði.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				