Atnorth
Atnorth

Fréttir

Ölvaður reykti í flugvél
Þriðjudagur 11. september 2012 kl. 10:23

Ölvaður reykti í flugvél

Rúmlega fimmtugur karlmaður var staðinn að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair sem var á leið til landsins. Maðurinn var að koma frá heimalandi sínu, Noregi, og reyndist hann vera verulega ölvaður, þegar lögreglan á Suðurnesjum ræddi við hann.

Hann kvaðst í fyrstu ekki hafa reykt í vélinni, en breytti síðan framburði sínum og sagðist sjá eftir athæfi sínu, sem ekki myndi endurtaka sig. Hann var frjáls ferða sinna að svo búnu, en málið er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn