Ölvaður ökumaður velti bíl
Bílvelta varð við Kúagerði á Reykjanesbraut í fyrrinótt og lét ökumaður sig hverfa af vettvangi. Umráðamaður ökutækisins tjáði lögreglunni á Suðurnesjum hver hefði ekið bifreiðinvni og væri sá nú kominn heim. Þegar lögregla hafði tal af ökumanninnum lagði af honum áfengisþef. Hann var því færður á lögreglustöð, þar sem öndunarsýni staðfesti að hann hefði neytt áfengis.
Tveir ökumenn til viðbótar voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Annar var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, en ekki þurfti að svipta hinn, því það hafði áður verið gert með dómi.