Ölvaður ökumaður velti bíl
Ölvaður ökumaður velti bifreið Í Keflavík um helgina. Þegar lögreglan á Suðurnesjum mætti á vettvang kom í ljós að tveir karlmenn voru í bifreiðinni, báðir töluvert ölvaðir, en ekki sýnilega slasaðir. Ökumaðurinn hafði ekið í beygju á talsverðum hraða og ók utan í grjót í vegkanti, með þeim afleiðingum af bifreiðin valt og rann eina tíu metra á toppnum, áður en hún staðnæmdist. Lögregla handtók mennina og voru þeir í kjölfarið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til frekari skoðunar. Þeir voru yfirheyrðir í gærdag, þegar þeir voru búnir að sofa úr sér í fangaklefa og látnir lausir að því loknu.
Þrjú umferðaróhöpp til viðbótar urðu í umdæminu um helgina, en engin slys á fólki.