Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 25. apríl 2002 kl. 10:20

Ölvaður ökumaður velti bifreið á Reykjanesbraut

Bílvelta varð í morgun á Reykjanesbraut, móts við innri Njarðvík. Fimm menn voru í bifreiðinni og voru þeir allir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Meiðsl þeirra eru ekki talinn alvarleg. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur.Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna umferðarlagabrota. Einn var stöðvaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og fjórir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók, var tekinn á 120 km á klst við Grindarvíkurafleggjara þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km á klst.. Lögregla var einnig í viðbragðstöðu vegna flugvélar sem var hætt komin í gær en greint var frá því á Víkurfréttavefnum í gærkvöldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024