Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður ökumaður velti bifreið
Föstudagur 6. maí 2016 kl. 13:00

Ölvaður ökumaður velti bifreið

Ölvaður ökumaður velti bíl sínum á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg í gærmorgun. Lögreglan á Suðurnesjum og sjúkrabifreið mættu á vettvang og var ökumaðurinn þá kominn út úr bílnum en reyndist ekki slasaður. Þegar lögreglumenn ræddu við hann lagði af honum áfengisþef og viðurkenndi hann áfengisneyslu. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Bíllinn var fjarlægður með dráttarbíl þar sem hann hafði skemmst mikið við veltuna. Voru skráningarnúmerin tekin af bílnum vegna þess. Þá urðu skemmdir á vegriði við Reykjanesbraut vegna atviksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024