Miðvikudagur 25. nóvember 2009 kl. 08:20
Ölvaður ökumaður valdur að þriggja bíla árekstri
Ölvaður ökumaður skapaði stórhættu á Reykjanesbraut milli Grænás og Hafnarvegar í gærkvöldi þegar hann fór yfir á öfugan vegarhelming. Hann ók utan í tvo bíla sem komu úr gagnstæðri átt. Allir bílarnir skemmdust töluvert en minniháttar meiðsl urðu á fólki. Þykir mildi að ekki fór verr.