Ölvaður ökumaður reyndi að stinga af á hlaupum
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í fyrrinótt afskipti af tveimur ökumönnum sem grunaðir voru um ölvun við akstur. Annar þeirra sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, en endaði aksturinn með því að keyra á gangbrautarmerki. Hann stökk út úr bílnum og reyndi að stinga lögreglumennina af, en var handtekinn og færður á lögreglustöð. Umræddir ökumenn voru báðir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.