RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Ölvaður ökumaður með farþega á vélarhlífinni
Mánudagur 3. október 2016 kl. 12:04

Ölvaður ökumaður með farþega á vélarhlífinni

Sérkennilegur farþegaflutningur vakti athygli Lögreglunnar á Suðurnesjum sem var við hefðbundið eftirlit aðfararnótt laugardagsins. Þá var bíl ekið eftir Aðalgötu í Reykjanesbæ og sat maður á vélarhlíf hans. Lögregla stöðvaði aksturinn og í viðræðum við ökumann fannst áfengislykt af honum. Öndunarpróf staðfesti áfengisneyslu og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð.

Annar ökumaður sem ók um götur Reykjanesbæjar var svo upptekinn við að tala í farsíma að hann virti ekki biðskyldu og ók í veg fyrir lögreglubíl. Hann notaði ekki handfrjálsan búnað og viðurkenndi brot sín.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Afskipti voru höfð af fáeinum ökumönnum til viðbótar vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum vímuefna.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025