Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður ökumaður lagði sig við lögreglustöðina
Föstudagur 21. apríl 2017 kl. 14:16

Ölvaður ökumaður lagði sig við lögreglustöðina

- Var færður inn á lögreglustöðina til skýrslutöku

Ökumaður sem lagt hafði bíl í stæði við lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöld reyndist sofa ölvunarsvefni undir stýri þegar lögreglumenn ætluðu að taka hann tali. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að hann hafi viðurkennt akstur undir áhrifum áfengis og var hann færður inn á lögreglustöðina þar sem tekin var af honum skýrsla. Síðan var ökumaðurinn látinn sofa úr sér. Hann gat ekki framvísað ökuskírteini og í bifreið hans fannst tveggja lítra flaska með meintum landa.

Annar ökumaður var handtekinn fyrr í vikunni vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Hann játaði neyslu á kannabis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024