Ölvaður ökumaður kom í heimsókn á lögreglustöðina
Í nótt heimsótti ökumaður lögreglustöðina í Keflavík og óskaði eftir því að lyklar að bifreið hans yrðu geymdir á lögreglustöðinni. Lögreglan í Keflavík handtók manninn þar sem grunur leikur á að hann hafi ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis.
Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut fyrir að aka á 130 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Á Hafnargötu var bifreið stöðvuð þar sem að ökumaður og farþegi notuðu ekki öryggisbelti.
Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut fyrir að aka á 130 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Á Hafnargötu var bifreið stöðvuð þar sem að ökumaður og farþegi notuðu ekki öryggisbelti.