Ölvaður ökumaður keyrði út í vínbúð
Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning þess efnis að tvær bifreiðar hefðu rekist saman á bílastæði í umdæminu, og stæðu þær þannig að framendar þeirra snertust. Er lögreglumenn mættu á staðinn sáu þeir hvar kona, sem greinilega var ökumaður annars bílsins, kom út úr vínbúð við planið og setti hvítan poka inn í hann.
Þegar lögreglumennirnir ræddu við konuna var talsverð áfengislykt af henni. Hún var því handtekin og færð á lögreglustöð. Hún kvaðst hafa dreypt lítillega á rauðvíni kvöldið áður. Öndunarpróf bentu til þess að hún hefði neytt áfengis. Í hvíta pokanum voru þrír áfengispelar og svo heil flaska til viðbótar og voru allar flöskurnar óuppteknar