Ölvaður ökumaður í hraðakstri
Um tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Einn þeirra var jafnframt grunaður um ölvun við akstur og að framvísa fölsuðu ökuskírteini.
Sá sem hraðast ók af þessum ökumönnum mældist á 143 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar.