Ölvaður ökumaður á áttræðisaldri
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í Keflavík í gærmorgun, til að kanna ástand hans. Greinileg áfengislykt var af honum og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar staðfestu sýnatökur að hann heði neytt áfengis, Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.