Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður ók á tankbíl og ljósastaur á Reykjanesbraut
Mánudagur 3. janúar 2005 kl. 18:54

Ölvaður ók á tankbíl og ljósastaur á Reykjanesbraut

Ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, ók á tank sem dreginn var af dráttarvél og síðan á ljósastaur á Reykjanesbraut nærri Grindavíkurvegi nú undir kvöld. Ökumaðurinn ók jeppabifreið og mun hafa ekið á tankinn þegar hann mætti dráttarvélinni á Reykjanesbrautinni. Þaðan fór jeppinn á ljósastaur og hafnaði að lokum utan vegar.
Þrjár lögreglubifreiðar, sjúkrabifreið og tækjabifreið voru send á vettvang. Aðstæður á slysstað voru blautar, en þar gekk á með úrhellisrigningu og éljum til skiptis.
Ökumaður jeppabifreiðarinnar var sendur á sjúkrahús í Reykjavík en mun ekki talinn alvarlega slasaður. Hins vegar er hann grunaður um ölvun við akstur eins og fyrr greinir.

Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024