Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður ók á staur og velti
Þriðjudagur 20. maí 2014 kl. 09:37

Ölvaður ók á staur og velti

Ölvaður ökumaður ók á ljósastaur á Reykjanesbraut í gærmorgun með þeim afleiðingum að bifreið hans valt. Maðurinn var að koma frá Reykjavík þegar atvikið varð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en reyndist hafa sloppið með skrámur.

Hann viðurkenndi hjá  lögreglu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við aksturinn og taldi sig hafa sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024