Ölvaður ók á staur
Einn var tekinn ölvaður við akstur í Reykjanesbæ. Sá kom upp um sig þegar hann ók á ljósastaur á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu.
Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Reykjanesbrautinni í nótt. Hann var færður á lögreglustöðina við Hringbraut þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Þrír ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í nótt. Þeir mældust á 122, 119 og 125 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.
Að öðru leyti var nóttin róleg á Suðurnesjum.