Ölvaður ók á ljósastaur
Bifreið var ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut rétt vesta við Vogaveg á mánudagskvöld. Ökumaðurinn sem var einn í bílnum kenndi til eymsla í hálsi en var ekki alvarlega slasaður. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið nokkuð skemmd, auk þess sem skemmdir urðu á ljósastaurnum.