Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ölvaður ók á bifreið
Mánudagur 30. apríl 2012 kl. 13:29

Ölvaður ók á bifreið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina karlmann eftir að hann hafði ekið utan í bifreið og fellihýsi sem lagt var í stæði í Reykjanesbæ. Skemmdir urðu bæði á bíl og fellihýsinu. Maðurinn reyndist vera ölvaður þegar lögreglumenn komu á staðinn og var hann því færður á lögreglustöð. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Þá var lögreglu tilkynnt um ákeyrslu og afstungu. Ekið hafði verið á grindverk í Reykjanesbæ og það skemmt. Ökuþórinn lét sig hins vegar hverfa af vettvangi og er málið til rannsóknar hjá lögreglu.