Ölvaður og undir lögaldri hafnaði á ljósastaur
Ölvaður ökumaður sem ekki hafði hlotið ökuréttindi ennþá velti bifreið sinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikinni. Atvikið varð með þeim hætti að ökumaðurinn ók um götur Grindavíkur og missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur og í framhaldi af því utan vegar. Hann komst út úr bifreiðinni og slapp án meiðsla.
	Annar ökumaður var einnig handtekinn fyrir ölvun við akstur. Þar var á ferðinni erlendur ferðamaður.
	Þá voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 129 km. hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				