Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður og réttindalaus velti bíl
Laugardagur 26. maí 2012 kl. 12:14

Ölvaður og réttindalaus velti bíl

Ölvaður ökumaður, karlmaður á fertugsaldri, velti bifreið á Reykjanesbraut í vikunni. Hann missti stjórn á bílnum sem hafnaði utan vegar milli akgreina. Einn farþegi var í bílnum og sluppu báðir ómeiddir. Hinn ölvaði ökumaður reyndist hafa ekið sviptur ökuréttindum þegar að var gáð. Hann var látinn sofa úr sér í fangaklefa og sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá var annar ökumaður, karlmaður á þrítugsaldri handtekinn þar sem hann ók sviptur ökuréttindum og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024