Ölvaður og réttindalaus ók á steypta girðingu
Ölvaður og réttindalaus ökuþór ók á steypta girðingu í Sandgerði í nótt og hvarf síðan á brott án þess að gera vart við sig. Lögreglan á Suðurnesjum hafði fljótlega upp á bifreiðinni, þar sem hún var enn á sveimi í Sandgerði.
Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð, þar sem sýnatökur staðfestu að hann hefði neytt áfengis. Hann var ekki sáttur við afskipti lögreglu. Nokkurt tjón varð af ákeyrslunni. Lögregla rannsakar málið.