Ölvaður og með fíkniefni í bílveltu á Brautinni
Rétt fyrir kl. 01:00 í nótt var tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut rétt austan við Vogaveg og tilkynningunni kom fram að ökumaðurinn væri hugsanlega ölvaður. Lögregla fór á staðinn. Í ljós kom að ökumaðurinn, sem var rúmlega tvítugur karlmaður, var undir áhrifum áfengis en hann hafði verið á leið til Reykjavíkur frá Reykjanesbæ.
Hann var einsamall í bifreiðinni er hún lenti útaf. Bifreiðin var gjörónýt eftir óhappið en allt bendir til þess að hún hafi farið eina til tvær veltur. Auk þess að vera grunaður um ölvun við akstur var ökumaðurinn með í fórum sínum um 1. gr. af hassi og 1. gr. af marijuana.
Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina þar hann gekkst undir töku blóðsýnis og læknisskoðun en hann kenndi til eftir bílveltuna. Í framhaldi af skoðun læknisins var ökumaðurinn yfirheyrður og síðan látinn laus að henni lokinni.
Hann var einsamall í bifreiðinni er hún lenti útaf. Bifreiðin var gjörónýt eftir óhappið en allt bendir til þess að hún hafi farið eina til tvær veltur. Auk þess að vera grunaður um ölvun við akstur var ökumaðurinn með í fórum sínum um 1. gr. af hassi og 1. gr. af marijuana.
Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina þar hann gekkst undir töku blóðsýnis og læknisskoðun en hann kenndi til eftir bílveltuna. Í framhaldi af skoðun læknisins var ökumaðurinn yfirheyrður og síðan látinn laus að henni lokinni.