Mánudagur 20. mars 2006 kl. 09:10
Ölvaður með óspektir
Lögreglan í Keflavík handtók í gærkvöld ölvaðan mann á veitingastaðnum Subway. Hafði maðurinn verið með óspektir á staðnum. Við leit á honum á lögreglustöð fannst plastpoki með þremur litlum hassmolum. Hann gisti fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður í dag.