Ölvaður með barn á rafmagnsvespu
Lögreglan á Suðurnesjum hafði á fimmtudag afskipti af karlmanni sem ók rafmagnsvespu og var með með barn sitt fyrir aftan sig. Í ljós kom að maðurinn var ölvaður á vespunni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan haldlagði farartækið og var málið tilkynnt til viðkomandi barnaverndarnefndar.
Áður hafði lögregla haft afskipti af ökumanni, sem einnig reyndist ölvaður við akstur bifreiðar sinnar. Við húsleit vegna málsins fundust sterar og kannabisefni. Einnig munir til kannabisræktunar. Maðurinn var eftirlýstur vegna vararefsingar.