Ölvaður maður stal grillgaskútum
Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni í Keflavík um helgina. Á föstudag var tilkynnt um slys í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut þar sem sjö ára drengur hljóp á þverslá við op vatnsrennibrautarinnar. Drengurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans, en sauma þurfti 10 spor. Seinnipart föstudags var tilkynnt um þjófnað í fjölbýlishúsi, en þar hafði maður farið inn á lóð og tekið tvo gaskúta traustataki. Maðurinn náðist með kútana og kom í ljós að hann var verulega ölvaður. Um helgina voru nokkrir ökumenn kærður fyrir of hraðann akstur og fyrir að hafa ekki mætt með bifreiðar sínar til skoðunar á tilskyldum tíma.Dagbók Lögreglunnar í Keflavík
Föstudagurinn 27. júní
Kl. 14:36 var tilkynnt um slys í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Þarna hafði sjö ára drengur hlaupið á þverslá framan við efra op vatnsrennibrautar. hlaut drengurinn sár ofan við hægri augabrún. Var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun þar sem sauma þurfti hann 10 sporum.
17:40 var tilkynnt um þjófnað í fjölbýlishúsi. Hafði maður farið inn á lóð og tekið tvo gaskúta sem voru þar á verönd. Hann var tekinn með kútana og reyndist hann verulega ölvaður.
Kl. 18:06 var tilkynnt um umferðarslys á Njarðarbraut móts við Grænás. Þarna hafði bifreið verið ekið aftan á aðra og sú bifre kastast á næstu bifreið á undan. Öllum var bifreiðunum ekið í átt til Keflavík. Fimm aðilar í bifreiðunum kenndu sér minniháttar meiðsla og var einn fluttur á Heilbrigðisstofnun í sjúkrabifreið, annar af lögreglu en hinir ætluðu að fara sjálfir. Eina bifreiðina þurfti að fjarlægja með dráttarbifreið.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn á Reykjanesbraut og annar á Grindavíkurvegi. Mældist hraði bifreiðanna 113 og 110 km. þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þrír voru kærðir fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til skoðunar á tilskyldum tíma.
Tveir voru kærðir vegna rangrar lagningu bifreiða.
Laugardagurinn 28. júní
Kl. 17:23 var tilkynnt að krakkar væru að fara inn um glugga á gamla Kvenfélagshúsinu við Víkurbraut í Grindavík.Engir krakkar voru þar sjáanlegir er lögreglumenn komu á staðinn og ekki sjáanlegt að neinn hafi verið þar inni. Gluggum sem voru opnir á tveimur hliðum var lokað.
Eitt útkall var vegna heimilisófriðar og ölvunar en það leystist án frekari afskipta lögreglu.
Sunnudagurinn 29. júní
Kl. 12:29 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið á Kirkjuvegi. Hafði afturrúða bifreiðarinnar verið brotin og einnig hafði brotnað upp úr lakki á hurðarkarmi.
Tveir voru kærðir fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til skoðunar á tilskyldum tíma.
Föstudagurinn 27. júní
Kl. 14:36 var tilkynnt um slys í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Þarna hafði sjö ára drengur hlaupið á þverslá framan við efra op vatnsrennibrautar. hlaut drengurinn sár ofan við hægri augabrún. Var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun þar sem sauma þurfti hann 10 sporum.
17:40 var tilkynnt um þjófnað í fjölbýlishúsi. Hafði maður farið inn á lóð og tekið tvo gaskúta sem voru þar á verönd. Hann var tekinn með kútana og reyndist hann verulega ölvaður.
Kl. 18:06 var tilkynnt um umferðarslys á Njarðarbraut móts við Grænás. Þarna hafði bifreið verið ekið aftan á aðra og sú bifre kastast á næstu bifreið á undan. Öllum var bifreiðunum ekið í átt til Keflavík. Fimm aðilar í bifreiðunum kenndu sér minniháttar meiðsla og var einn fluttur á Heilbrigðisstofnun í sjúkrabifreið, annar af lögreglu en hinir ætluðu að fara sjálfir. Eina bifreiðina þurfti að fjarlægja með dráttarbifreið.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn á Reykjanesbraut og annar á Grindavíkurvegi. Mældist hraði bifreiðanna 113 og 110 km. þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þrír voru kærðir fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til skoðunar á tilskyldum tíma.
Tveir voru kærðir vegna rangrar lagningu bifreiða.
Laugardagurinn 28. júní
Kl. 17:23 var tilkynnt að krakkar væru að fara inn um glugga á gamla Kvenfélagshúsinu við Víkurbraut í Grindavík.Engir krakkar voru þar sjáanlegir er lögreglumenn komu á staðinn og ekki sjáanlegt að neinn hafi verið þar inni. Gluggum sem voru opnir á tveimur hliðum var lokað.
Eitt útkall var vegna heimilisófriðar og ölvunar en það leystist án frekari afskipta lögreglu.
Sunnudagurinn 29. júní
Kl. 12:29 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið á Kirkjuvegi. Hafði afturrúða bifreiðarinnar verið brotin og einnig hafði brotnað upp úr lakki á hurðarkarmi.
Tveir voru kærðir fyrir að mæta ekki með bifreiðar sínar til skoðunar á tilskyldum tíma.