Ölvaður í lögreglubúningi
Nokkuð annríki var á veitingastöðum í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Nokkur tilfelli komu upp það sem menn létu hnefa ráða.Meðal tíðinda næturinnar, þá mun ölvaður maður í lögreglubúning hafa komið inn á skemmtistað við Hafnargötu í Keflavík. Honum var vísað út. Ekki höfum við frétt hvort ódrukknir og réttnefndir laganna verðir höfðu afskipti af þeim ölvaða í löggubúningnum. Þá var karlmaður laminn í höfuðið með brjórflösku svo úr varð mikið blóðbað.