Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður í hraðakstri
Mánudagur 20. ágúst 2012 kl. 15:36

Ölvaður í hraðakstri

Fimm óku of hratt og mældist ein bifreið á 146 kílómetra hraða.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af ellefu ökumönnum, sem gerðust brotlegir við umferðarlög. Fimm óku of hratt og mældist bifreið karlmanns á fimmtugsaldri á 146 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 kílómetrar. Annar þessara fimm var ölvaður undir stýri og var því handtekinn og sviptur ökuréttindum. Sá þriðji talaði í farsíma, án handfrjálss búnaðar,  meðan á hraðakstrinum stóð. Að auki klippti lögregla númerin af nokkrum bílum sem ýmist voru óskoðaðir, ótryggðir eða hvoru tveggja. Einn þessara bíla hafði ekki verið skoðaður síðan 2010.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024