Ölvaður hermaður „slökkti í“ viðmælanda sínum
Rétt fyrir kl. 06 í morgun var lögregla kölluð að skemmtistaðnum Strikinu í Reykjanesbæ sem í daglegu tali er kallaður "Casino" en þar hafði einn samkvæmisgesta, ölvaður bandarískur varnarliðsmaður, tæmt úr slökkvitæki yfir aðila sem hann átti í orðaskaki við. Við það barst hvítt slökkviduft um allan skemmtistaðinn.
Mannmargt var á skemmtistöðum í Reykjanesbæ í nótt en lögreglan þurtfi lítið að hafa afskipti af næturlífsgestunum.
Mannmargt var á skemmtistöðum í Reykjanesbæ í nótt en lögreglan þurtfi lítið að hafa afskipti af næturlífsgestunum.