Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður flugfarþegi veittist að lögreglu
Mánudagur 2. september 2013 kl. 09:44

Ölvaður flugfarþegi veittist að lögreglu

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld ölvaðan flugfarþega, sem hafði verið til vandræða í flugvél, sem var að koma frá Osló. Þurftu tveir vinir hans sem voru í vélinni að halda honum niðri í sætinu við lendingu.  

Farþeginn, erlendur karlmaður um fertugt, reyndist vera áberandi ölvaður og engan veginn viðræðuhæfur, þegar lögreglumenn reyndu að ræða við hann um borð í flugvélinni. Veittist hann að einum þeirra. Hann var handtekinn og streittist þá á móti.

Maðurinn var færður í lögreglustöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér og fer mál hans í hefðbundið ferli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024