Fimmtudagur 22. mars 2007 kl. 09:35
Ölvaður á bíl í Vogum
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í Vogum á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi fyrir ölvun við akstur. Var viðkomandi færður til lögreglustöðvar þar sem blóðsýni voru tekin.
Annars var tíðindalítið á næturvaktinni.