Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður á 140 á Reykjanesbraut
Þriðjudagur 15. febrúar 2005 kl. 10:35

Ölvaður á 140 á Reykjanesbraut

Ökumaður á Reykjanesbraut var stöðvaður á 140 km hraða á Reykjanesbraut í gærkvöldi og var hann handtekinn þar sem hann er grunaður um ölvun við akstur. Á Reykjanesbraut er hámarkshraði 90 km eins og flestir vita.

Í gærmorgun var tilkynnt um rúðubrot á gæsluvellinum við Miðtún og einnig var tilkynnt um þjófnað á útvarpstæki úr ólæstri bifreið á Faxabraut. Að öðru leyti var rólegt á vakt lögreglunnar í Keflavík í gær.

Myndin: Reykjanesbraut. Úr myndasafni VF.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024