Ölvaðir til vandræða
Lögregla var kölluð til vegna hóps manna sem létu ófriðlega á Tjarnargötu í gærmorgun. Þar voru samankomnir nokkrir ölvaðir og æstir menn. Einn þeira var handtekinn og vistaður í fangageymslu uns af honum rann.
Í gærdag var lögregla kölluð í heimahús í Reykjanesbæ vegna ölvunar og óláta. Þar inni var æstur og ölvaður maður sem hafði ráðist annan aðila í húsinu og veitt honum áverka. Ekki tókst að róa manninn sem veittist að lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangahúsi.