Ölvaðir og dópaðir undir stýri
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði þrjá ökumenn í nótt grunaða um ölvun við akstur. Tveir þeirra voru á ferð í Reykjanesbæ og einn í Grindavík. Þá voru þrír ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn ökumannanna reyndist einnig aka sviptur ökuréttindum. Þá fundust lítilræði að meintu kannabisefnum í einni bifreiðinni.
Þá stöðvaði lögreglan stöðvaði góðkunningja sem var að reyna beintengja bifreið í Reykjanesbæ undir morgun. Var hann búinn að rífa víra og fl. undan mælaborði bifreiðarinnar og var að reyna gangsetja hana þegar lögreglan kom að. Hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar og bíður yfirheyrslu.
Nokkuð annríki var í nótt hjá lögreglunni.