Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaðir og dópaðir  í umferðinni
Sunnudagur 19. október 2008 kl. 10:27

Ölvaðir og dópaðir í umferðinni

Lögreglan á Suðurnesjum leitaði í gær uppi ökumann sem grunaður var um að hafa ekið á mannlausa bifreið í Keflavík. Var hann sýnilega mjög ölvaður og var því látinn sofa úr sér í fangageymslu áður en hann var yfirheyrður. Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í gær grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Nú undir morgun voru tveir ökumenn stöðvaðir í Reykjanesbæ grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og voru þeir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024