Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ölvaðir fengu ekki að fara í flug
Frá Keflavíkurflugvelli. Myndin er ekki tengd efni fréttarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 4. september 2019 kl. 09:09

Ölvaðir fengu ekki að fara í flug

Tveimur erlendum karlmönnum var um helgina meinað að fara í flug til Vilnius vegna þess hve ölvaðir þeir voru. Lögreglumenn á Suðurnesjum fóru á staðinn og ræddu við mennina. Þeim var tjáð að þeir yrðu að yfirgefa flugstöðina og láta renna af sér áður en þeir mættu aftur til leiks.

Skömmu síðar barst lögreglu önnur tilkynning þess efnis að sömu aðilar væru dettandi fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Enn var haft tal af þeim og þeim síðan komið í leigubifreið sem ferjaði þá til Reykjavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024