Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ólukka í umferðinni
Föstudagur 20. desember 2013 kl. 15:11

Ólukka í umferðinni

- Fjölmörg umferðaróhöpp á Suðurnesjum

Töluvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Í gærkvöld sá lögreglumaður í eftirlitsferð bifreið sem ekið hafði verið á umferðarskilti. Ökumaður kvað það hafa gerst skömmu áður en lögregla kom á vettvang. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var færð af vettvangi með kranabifreið.

Þá varð harður árekstur á Grænásbraut þegar ökumaður ók yfir á rangan vegarhelming og lenti á bifreið, sem var að koma úr gagnstæðri átt. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar og bifreiðirnar fjarlægðar með kranabifreið.

Annar ökumaður virti  ekki biðskyldu og ók í veg fyrir bifreið á Reykjanesbraut. Engin slys urðu á fólki, en báðar bifreiðirnar óökufærar.

Loks bárust lögreglu allmargar tilkynningar um óhöpp þar sem ökumenn óku ýmist utan í eða aftan á bifreiðir, flestar kyrrstæðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024