Ólöglegar aðgerðir í Njarðvíkurhöfn
Sýslumaðurinn í Kópavogi hefur sett lögbann á aðgerðir sjómannafélaga við að stöðva uppskipun úr skipum Atlantsskipa. Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, segir að fyrirtækið ætli að leita réttar síns haldi sjómannafélögin áfram að stöðva uppskipun úr skipum félagsins. Um 30 manns úr Skipstjóra- og stýrimannafélagi Íslands, Sjómanna- og verkalýðsfélagi Keflavíkur, Vélstjórafélaginu og Sjómannafélagi Reykjavikur hindruðu í gærkvöld og í morgun losun úr leiguskipi Atlantsskipa í Njarðvíkurhöfn. Sjómannafélögin halda því fram að skipverjar í leiguskipinu, sem flestir eru Rússar, fái greitt langt undir leyfilegum töxtum Alþjóða flutningaverkasambandsins. Stefán Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa segir aðgerðir sjómanna klárlega ólöglegar, segir á fréttavef ruv.is
VF-mynd: Hilmar Bragi. Myndin er tekin á dögunum frá mótmælum sjómannafélaganna í Njarðvíkurhöfn.
VF-mynd: Hilmar Bragi. Myndin er tekin á dögunum frá mótmælum sjómannafélaganna í Njarðvíkurhöfn.