Ólöglega lagt við Fjölbrautaskólann
Á dagvaktinni hjá Keflavíkurlögregreglunni voru átta ökumenn kærðir fyrir að leggja ólöglega í nágrenni við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt við aksturinn og skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið þar sem vátrygging var fallin úr gildi.