Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Öllu lauslegu rænt úr bíl utan við leikskóla
Fimmtudagur 4. nóvember 2010 kl. 12:26

Öllu lauslegu rænt úr bíl utan við leikskóla

Fólk er hvatt til að læsa bílum sínum meðan það fylgir börnum sínum inn á leikskólann. Farið var inn í ólæsta bifreið í gærmorgun utan við leikskólann Akur í Reykjanesbæ og öllu lauslegu stolið úr bílnum á meðan forráðamaður bílsins fylgdi barni sínu inn á leikskólann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal annars var veski stolið ásamt GPS leiðsögutæki og öðru lauslegu. Það er því ljóst að þjófar fara snemma á fætur og sitja nú um fórnarlömb sín utan við leikskólana í Reykjanesbæ. Það skiptir því engu máli hvort fólk er eina eða tvær mínútur í burtu frá bílnum, því þjófarnir fara hratt yfir og athafna sig á fáeinum sekúndum og núna þegar morgnar eru að verða dimmir, þá er auðveldara fyrir þjófa að leynast í myrkrinu.