Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Öllu fjármagni til gestastofa og sýninga verði ráðstafað til uppbyggingar í Kvikunni
Mánudagur 13. desember 2021 kl. 06:31

Öllu fjármagni til gestastofa og sýninga verði ráðstafað til uppbyggingar í Kvikunni

Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að komið verði á fót sýningu og fræðslusetri um náttúru og jarðfræði með áherslu á eldgosið í Fagradalsfjalli. Mikill fjöldi ferðamanna hefur komið á gosstöðvarnar og gert er ráð fyrir að svo verði áfram næstu árin jafnvel þótt eldvirkni verði ekki til staðar.

Á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur kom fram að Grindavíkurbær leggur fram aðstöðu í menningarhúsinu Kvikunni sem er sérstaklega hentugt og vel staðsett húsnæði til þessarar starfsemi. Í ljósi aðstæðna og þess aðdráttarafls sem gosstöðvarnar hafa fer bæjarráð Grindavíkur fram á að öllu því fjármagni sem ætlað er til gestastofa og sýninga á vegum Reykjanes Geopark til ársloka 2022 verði ráðstafað til uppbyggingar í Kvikunni.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25