Olli árekstri, fokreiddist og stakk af
Ökumaður tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í fyrradag, að hann hefði lent í umferðaróhappi og væri ökumaður hinnar bifreiðarinnar að stinga af í þeim orðum töluðum. Grunur beindist að tilteknum, rúmlega tvítugum, manni. Þegar lögreglan hafði samband við hann þverneitaði hann að hafa verið umræddur ökumaður. Farþegi í bifreið hans gaf sig hins vegar fram við lögreglu og kvað hann hafa ekið bílnum og misst stjórn á honum þegar óhappið varð. Við það hefði hann reiðst mjög, kýlt í báðar hliðarrúðurnar og brotið þær. Farþeginn kvartaði undan miklum verkjum í handlegg og var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.