Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 13. maí 2002 kl. 15:49

Öll öryggisgæsla hert til muna á Keflavíkurflugvelli

Nú fara fram fundir Norður-Atlantshafsbandlagsins og þá hefur verið gripið til margvísilegra öryggisráðstafanna við Keflavíkurflugvöll en að sögn Stefáns Thordersens, förstuðumanns öryggissviðs hefur öll gæsla inn á öryggissvæði flugþjónustusvæðis Keflavíkurflugvallar verið hert til muna. Leitað er í bifreiðum sem fara inn á flughlöð, skilríki starfsmanna eru skoðuð og allir óþarfa flutningar eru bannaðir á meðan flugvélar á vegum fundsins eru affermdar. Þá hefur gæsla í og við flugstöðvarbygginguna hefur verið efld og bifreiðstöður hafa verið bannaðar við stöðina á ákveðnum svæðum að sögn Stefáns.Einnig hefur verið gripið til þess að hafa fleiri löggæslumenn á vakt en venjulega og vopnaleit efld. Væntanlegur til landsins er Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna rétt fyrir tólf í kvöld og má búast við strangri gæslu þá. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Leifsstöð í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024