Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öll framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 í gildi
Mánudagur 29. janúar 2024 kl. 13:37

Öll framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 í gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Hraunavina, Landverndar,  Landgræðslu- og umhverfisverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um að fella úr gildi  ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 30. júní 2023 að veita Landsneti  framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Vefur Landsnets greinir frá þessu.

Þar með eru öll framkvæmdaleyfi á línuleiðinni í höfn og samið hefur verið við stærsta hluta landeigenda en hjá ráðuneyti Umhverfis-, orku- og loftslagsmála liggur fyrir beiðni um heimild til eignarnáms á hluta þriggja jarða sem línan liggur um og ósamið er við.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Undirbúningur fyrir framkvæmdir gengur vel og fram undan er að bjóða út efni í loftlínur en innkaupum á jarðstreng er lokið. Ef allt gengur að óskum verður jarðvinna boðin út i vor og framkvæmdir við þessu mikilvægu línu, Suðurnesjalínu 2, munu hefjast síðsumars.

Hér má lesa úrskurðinn.